Ráðið hefur verið í starf verkefnastjóra á framkvæmdasviði Norðurþings
Gengið hefur verið frá ráðningu Jónasar Hreiðars Einarssonar til Norðurþings, en hann mun hefja störf í ársbyrjun 2019. Jónas mun gegna starfi verkefnastjóra á framkvæmdasviði sveitarfélagsins ásamt því að koma að verkefnum á vettvangi veituframkvæmda á vegum Orkuveitu Húsavíkur, en reynsla hans og innsýn á því sviði mun án efa nýtast sveitarfélaginu vel. Jónas er 41 ára, fæddur og uppalinn á Húsavík.
Jónas útskrifaðist sem rafvirki frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2002. Er með Diploma í viðskipta- og rekstrarhagfræði frá Háskólanum á Akureyri og Diploma í rafmagnsiðnfræði frá Háskólann í Reykjavík.
Hann hefur starfað sem rafvirki síðustu 15 ár, en hefur að auki gegnt störfum sem mynda breiðan bakgrunn fyrir þau verkefni sem hann mun sinna hjá Norðurþingi.
Jónas er mörgum að góðu kunnur af störfum sínum fyrir sveitarfélagið og fögnum við af heilum hug þeim liðsauka sem ráðning hans felur í sér um leið og við bjóðum nýjan liðsmann velkominn til starfa.