Ráðið hefur verið í stöðu framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings
Jónas Hreiðar Einarsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings.
Jónas starfaði áður sem verkefnastjóri á framkvæmdasviði Norðurþings og einnig sem framkvæmda- og þjónustufulltrúi í tímabundinni ráðningu, starfið er honum því ekki ókunnugt.
Jónas er fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann útskrifaðist sem rafvirki frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2002 og er einnig með diplómu í viðskipta- og rekstrarhagfræði frá Háskólanum á Akureyri og diplómu í rafmagnsiðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Jónas hefur lengst af starfað sem rafvirki, en hefur að auki gegnt störfum sem mynda breiðan bakgrunn fyrir þau verkefni sem hann mun sinna í starfi sínu sem framkvæmda- og þjónustufulltrúi sveitarfélagsins.
Við óskum Jónasi velfarðanar í starfi.