Ráðið hefur verið í stöðu yfirmatráðs skólamötuneytis Húsavíkur.
Ráðið hefur verið í stöðu yfirmatráðs skólamötuneytis Húsavíkur.
Fannar Emil Jónsson hefur verið ráðin yfirmatráður skólamötneytis Húsavíkur og mun hann hefja störf 1. ágúst.
Fannar Emil lauk sveinsprófi í matreiðslu árið 2016 og meistararéttindanámi í matreiðslu frá Hótel og veitingaskólanum í Kópavogi árið 2018. Fannar Emil hefur starfað sem matreiðslumaður frá árinu 2016 á ION hótel á Selfossi, Canopy by Hilton Hotels í Reykjavík og Icelandair hotel Reykjavík Natúra í Reykjavík.
Frá því í júní 2018 hefur Fannar Emil starfað sem matreiðslumeistari hjá Bláa lóninu í Grindavík og sem yfirmatreiðslumeistari Icelandair Hótel Mývatn þar sem hann hefur séð um rekstur og stjórnun eldhúss ásamt innkaupum og almennu gæðaeftirliti.
Við bjóðum Fannar Emil velkomin til starfa hjá Norðurþingi.