Ráðið hefur verið í tímabundið starf launafulltrúa hjá Norðurþingi
09.09.2020
Tilkynningar
Ármann Örn Gunnlaugsson hefur verið ráðinn í tímabundið starf launafulltrúa hjá Norðurþingi. Ármann er með BSc gráðu í viðskipta- og hagfræði frá Birmingham-Southern College í Birmingham Alabama og MSC gráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Húsavík Adventures ehf. og þar áður hjá Norðursiglingu hf. sem verkefna- og mannauðsstjóri og sölu- og markaðsfulltrúi ásamt því að sinna bókhaldi, reikningagerð og innheimtu. Ármann hefur því fjölbreytta og góða reynslu af ýmsum störfum.
Við bjóðum Ármann velkominn til starfa hjá Norðurþingi.