Fara í efni

Ráðning í stöðu Menningar- og fræslufulltrúa Norðurþings

Á fundi byggðarráðs í gær, fimmtudag, var fjallað um ráðningu í stöðu Menningar- og fræðslufulltrúa Norðurþings en Erla Sigurðardóttir, sem hefur séð um þennan málaflokk hjá Norðurþingi og Húsavíkurbæ þar á undan, hefur verið ráðin forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík. Byggðarráð mælti með því að Huld Aðalbjarnardóttir yrði ráðin í stöðuna en Huld er starfandi skólastjóri við Öxarfjarðarskóla og er því vel kunnug skólamálum í Norðurþingi.    

Á fundi byggðarráðs í gær, fimmtudag, var fjallað um ráðningu í stöðu Menningar- og fræðslufulltrúa Norðurþings en Erla Sigurðardóttir, sem hefur séð um þennan málaflokk hjá Norðurþingi og Húsavíkurbæ þar á undan, hefur verið ráðin forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík.

Byggðarráð mælti með því að Huld Aðalbjarnardóttir yrði ráðin í stöðuna en Huld er starfandi skólastjóri við Öxarfjarðarskóla og er því vel kunnug skólamálum í Norðurþingi.