Ráðning skólastjóra og umsjónarkennara við Grunnskóla Raufarhafnar
Gunnur Árnadóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar frá og með 1. ágúst 2024. Gunnur útskrifaðist sem leikskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands 2004 og hefur síðan þá starfað sem leikskólakennari, deildarstjóri á leikskóla, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg og frá 2023 sem leikskólakennari hjá Akureyrarbæ.
Anna Dagbjört Hermannsdóttir hefur verið ráðin í starf umsjónarkennara við Grunnskóla Raufarhafnar frá og með 1. ágúst 2024. Anna Dagbjört útskrifaðist sem kennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 2005 og hefur síðan starfað bæði sem umsjónarkennari og sérkennari við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu
Við bjóðum Gunni og Önnu Dagbjörtu velkomnar til starfa.
Gunnur Árnadóttir Anna Dagbjört Hermannsdóttir