Fara í efni

Ráðstefna um ferðamál á norðurslóðum

Ráðstefnan er haldin á vegum IPTRN, samtaka fræðafólks sem rannsakar ferðamennsku á norðurslóðum. IPTRN leggur áherslu á að skilja hvata og áskoranir tengdar ferðaþjónustu á afskekktum svæðum norður-­ og suðurskauts.
Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: 
„Ferðaþjónusta, fólk og vernduð svæði í víðáttu heimskautanna“. 
Helstu málefni varða m.a. skipulag, verndun og umhverfisáhrif ferðaþjónustu auk sjónarmiða íbúa þessara svæða.

Íbúar svæðisins eru boðnir velkomnir á ráðstefnuna og hvattir til að kynna sér dagskrána nánar. 
Sérstaklega má benda á samfélagsvinnustofu sem haldin verður í félagsheimilinu Hnitbjörgum 
kl 14.30 fimmtudaginn 1. september.

Þeir sem hafa hug á að mæta á þennan viðburð eru vinsamlegast beðnir um að senda póst 
á rif@nna.is eða silja@atthing.is eða hringja í síma 856 9500 / 464 9882.

Dagskrána í heild sinni má nálgast hér: 

http://www.rmf.is/en/conferences/5th-international-polar-tourism-research-network-iptrn