Fara í efni

Ráðstefna um ferðamál á norðurslóðum - Raufarhöfn

Ráðstefna Raufarhöfn

 

Ráðstefna um ferðamál á Norðurslóðum- Raufarhöfn 30. ágúst - 2. september nk.

Ráðstefnan er haldin á vegum IPTRN, samtaka fræðafólks sem rannsakar ferðamennsku á norðurslóðum. IPTRN leggur áherslu á að skilja hvata og áskoranir tengdar ferðaþjónustu á afskekktum svæðum norður- og suðurskauts. Íbúar Norðurþings eru hvattir til að kynna sér dagskrána og allir fyrirlestrar og samfélagsvinnustofan eru opnir og gjaldfrjálsir. Hægt verður að kaupa veitingar á staðnum.

 Hér má sjá dagskrá ráðstefnunar í heild, erindi frá erlendu fræðimönnunum og þeirra ferðaplan. 

Fyrir neðan má sjá dagskrá samfélagsvinnustofunnar sem byrjar 14:30 á fimmtudaginn 1. september

Dagskrá eftirmiðdags fimmtudagsins 1. september:

14:30 Brothættar byggðir + Rannsóknastöðin Rif. Silja og Jónína

 

Efni umræðuhóps

  • Hvernig nýtast náttúrufarsrannsóknir við uppbyggingu ferðaþjónustu á heimskautasvæðum?
  • Hvað þurfa frumkvöðlar að vita?
  • Hvernig er hægt að ná jafnvægi náttúruverndar og umferðar ferðafólks þar sem ekki eru mikil færi í uppbyggingu innviða?

 

14:45 Ferðaþjónustusamtökin Norðurhjari: Sagt frá starfsemi samtakanna og framtíðarsýn - Halldóra

 

Efni umræðuhóps

  • Hvað ættu ferðaþjónustusamtök á heimskautasvæðum helst að leggja áherslu á?
  • Eru til sérstakar rannsóknir sem lúta að Ferðaþjónustusamtökum á svona svæðum? Eiga samtökin að marka sérstöðu fyrir svæðið eða einungis styðja við þá sem fyrir eru í ferðaþjónustu?
  • Hvert er hlutverk DMO (Markaðsetning áfangastaða) á jaðarsvæðum heimskauta, hverra erinda skulu þeir ganga?

 

15:00 Lilja Rögnvaldsdóttir, Rannsóknasetri HÍ á Húsavík. Lilja mun tala um rannsóknir sínar á svæðisbundnum efnahaglsegum áhrfium ferðaþjónustu o.fl.

 

Efni umræðuhóps

  • Hvernig tryggir maður stefnu í þá átt að halda svæðinu rólegu og ekki fá massatúrisma heldur frekar gæði framyfir magn?
  • Hvernig er þróun á öðrum arktískum svæðum?
  • Umræða um markaðssetningu og kynningu, hlutverk samgangna og þjónustuaðila, hvernig vinna má með árstíðarsveiflu?

 

15:15 Daníel Hansen, Þórarinn Blöndal og Finnur Arnar 10 mín kynningarmyndband um hugmyndina

 

15:30 Óskarsstöðin Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndahönnuður segir frá listamannabústöðum sem eru í vinnslu – (óstaðfest)

 

Efni í umræðuhóp

  • Hvernig nýta arktískir staðir sér listamanna íveru og listir almennt til framdráttar í ferðaþjónustu?
  • Hvaða leiðir eru til að nýta þetta betur?
  • Þróun áfangastaða frá niche til mass, hlutverk hinna skapandi stétta, hvernig er hægt að varðveita sérstöðu og markaðshyllu en skapa um leið nægjanlega traustan tekjugrunn undir rekstur?

 

15:45 Gugga í Lóni Segir frá sinni reynslu af ferðaþjónustu

Efni umræðuhóps

  • Hvernig er hægt að nýta ferðaþjónustu sem er ekki beintengd svæðinu?