Rafræn skil á fjárhagsáætlunum sveitarfélaga
Félagsmálaráðuneytið hefur tekið upp rafræna móttöku fjárhagsáætlana sveitarfélaga. Tilgangurinn er að
auðvelda upplýsingaöflun og markvissa vinnslu upplýsinga úr þeim og miðla til sveitarfélaganna og annarra aðila.
Í þessu eins og mörgu öðru eru menn misfljótir að tileinka sér nýjungar, þannig hafa aðeins tíu
sveitarfélög enn sem komið er skilað upplýsingunum á þessu rafræna formi. Meðal þeirra eru Húsavíkurbær,
Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sem saman standa að byggðaverkefni um rafrænt samfélag undir nafninu “Skjálfandi í faðmi þekkingar
– rafrænt samfélag við Skjálfanda”.
Rafræn skil á fjárhagsáætlunum sveitarfélaga
Félagsmálaráðuneytið hefur tekið upp rafræna móttöku fjárhagsáætlana sveitarfélaga. Tilgangurinn er að auðvelda
upplýsingaöflun og markvissa vinnslu upplýsinga úr þeim og miðla til sveitarfélaganna og annarra aðila.
Í þessu eins og mörgu öðru eru menn misfljótir að tileinka sér nýjungar, þannig hafa aðeins tíu
sveitarfélög enn sem komið er skilað upplýsingunum á þessu rafræna formi. Meðal þeirra eru Húsavíkurbær,
Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sem saman standa að byggðaverkefni um rafrænt samfélag undir nafninu “Skjálfandi í faðmi þekkingar
– rafrænt samfélag við Skjálfanda”.