Fara í efni

Rafrænt samfélag

Rafrænt samfélag. Heimasíða verkefnisins er www.skjalfandi.is

Rafrænt samfélag. Heimasíða verkefnisins er www.skjalfandi.is

Rafrænt samfélag – heimasíða verkefnisins

Eins og kunnugt er standa Húsavíkurbær, Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit í sameiningu að byggðaverkefninu “Virkjum alla-rafrænt samfélag” í samstarfi við samstarfsaðila sína, sem eru fyrirtækin ANZA, Auðkenni, Sparisjóður Suður- Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Verkefnið hefur nú sett upp sérstaka heimasíðu undir slóðinni www.skjalfandi.is þar sem hægt er að fylgjast með framvindu þess og hafa samband við þá sem stýra vinnunni. Eru þeir sem áhuga hafa á málinu hvattir til að nýta sér þennan samskiptamáta og leggja sitt af mörkum til að okkur takist að efla rafræna þjónustu á sem flestum sviðum samfélagsins.