Rekstraraðilar taka við íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn - Uppfærð frétt - Myndir
Angela Agnarsdóttir og Gísli Þór Briem hafa gert rekstrarsamning við Norðurþing um rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn.
Þau munu sinna þjónustu og opnun fyrir grunn- og leikskóla, almenning og íþróttafélög. Einnig verður rekstur tjaldsvæðisins á Raufarhöfn á þeirra snærum.
Stærsta breytingin er glæsileg líkamsræktartæki sem þau Angela og Gísli hafa fjárfest í og reka samhliða þeirri starfsemi sem áður var nefnd.
Líkamsræktaraðstaðan er nú á miðhæð hússins þannig að gengið er beint inn í aðstöðuna í gegnum andyrið. Tækin eru öll hin glæsilegustu og eru þau keypt frá World Class.
Sérstaklega ber að nefna það rými sem hlaupabrettin eru í en þar er glæsilegt útsýni út á hafið. Hlaupaaðstaða á heimsmælikvarða svo ekki sé meira sagt!
Þessi bætta aðstaða er gríðarlega verðmæt fyrir samfélagið á Raufarhöfn og er þeim óskað góðs gengis með verkefnið!