Fara í efni

Rekstrarafkoma samstæðu Norðurþings jákvæð

Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2011 hefur verið lagður fyrir bæjarráð og er honum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2011 hefur verið lagður fyrir bæjarráð og er honum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins, samstæðunnar, námu 2.409 millj. króna og rekstrargjöld 2.609 millj. króna.  Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld vour jákvæð um 451 millj. króna.  Rekstrarniðurstaða ársins varð jákvæð um 262 millj. króna.  Í áætlun var hins vegar gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 166 millj. króna.

Eignir samstæðunnar í árslok námu 7.300 millj. króna og skuldir samtals 5.911 millj. króna að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum.  Eignir umfram skuldir námu því 1.389 millj. króna samanborið við 733 millj. króna í árslok 2010.

Veltufé frá rekstri nam 146 millj. króna samanborið við 77 millj. samkvæmt áætlun ársins.  Fjárfestingahreyfingar voru neikvæðar um 163 millj. króna.  Ný lántaka á árinu nam 4 millj. króna og afborganir af lánum námu 440 millj. króna.

Heildar launagreiðslur og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu 1.539 millj. króna að meðtöldum breytingum á lífeyrisskuldbindingum.

Íbúafjöldi sveitarfélagsins í árslok er 2883.

Sveitarfélagið Norðurþing hefur frá efnahagshruni, seinni hluta árs 2008, lágmarkað framkvæmdir en að sama skapi lagt höfuð áherslu á atvinnuuppbyggingu á Bakka.  Viðræður hafa staðið yfir við nokkra aðila og mun þeim verða haldið áfram á árinu 2012.

Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2011 er tilbúinn til endurskoðunnar og afgreiðslu í bæjarstjórn.  Fyrri umræða í bæjarstjórn fer fram 3. apríl og síðari umræða fer fram 24. apríl.

Nánari upplýsingar veitir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings í síma 464-6100.

Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2011 er aðgengilegur á vef Norðurþings.