Rekstrarafkoma samstæðu Norðurþings jákvæð fyrir fjármagnsliði
Rekstrartekjur sveitarfélagsins, samstæðunnar, námu 2.677 millj. króna og rekstrargjöld 2.567 millj. króna. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru neikvæð um 234 millj. króna. Rekstrarniðurstaða ársins varð neikvæð um 121 millj. króna. Í áætlun var gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 178 millj. króna.
Eignir samstæðunnar í árslok námu 7.293 millj. króna og skuldir samtals 5.880 millj. króna að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum. Eignir umfram skuldir námu því 1.413 millj. króna samanborið við 1.389 millj. króna í árslok 2011.
Veltufé frá rekstri nam 360 millj. króna samanborið við 242 millj. samkvæmt áætlun ársins. Fjárfestingahreyfingar voru neikvæðar um 499 millj. króna. Nú lántaka á árinu nam 4 millj. króna og afborganir af lánum námu 297 millj. króna.
Heildar launagreiðslur og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu 1.474 millj. króna að meðtöldum breytingum á lífeyrisskuldbindingum.
Íbúafjöldi sveitarfélagsins í árslok er 2863.
Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2012 er tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins er betri en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir en sá háttur hefur verið hafður á að fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins eru ekki endurskoðaðar á rekstrarárinu.
Fyrri umræða í bæjarstjórn fer fram 23. apríl og síðari umræða fer fram 14. maí.
Nánari upplýsingar veitir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings í síma 464-6100
Húsavík, 18. apríl 2013