Fara í efni

Rekstrarstjóri hafna Norðurþings

Norðurþing óskar eftir að ráða rekstrarstjóra fyrir hafnir Norðurþings, með starfsstöð á Húsavík.

Starfssvið:
• Stjórnun og daglegur rekstur
• Annast kostnaðareftirlit með einstökum tekju- og kostnaðarþáttum hafnanna og eftirlit með         fjárhagsskuldbindingum
• Eftirlit og eftirfylgni á reglugerðum
• Samskipti við viðskiptavini hafnanna
• Annast ýmis samskipti og uppgjörvið Samgöngustofu, Siglingasvið Vegagerðarinnar og Fiskistofu
• Verkstýring
• Umsjón með markaðsstarfi hafnanna

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af rekstri og stjórnun skilyrði
• Skipstjórnarréttindi kostur
• Þekking á starfsemi hafna (hafnsækinni starfsemi) æskileg
• Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, metnaður og vönduð vinnubrögð
• Almenn tölvukunnátta
• Hæfni til að tjá sig í máli og riti á íslensku og ensku

Hafnir Norðurþings eru þrjár. Húsavíkurhöfn er þeirra stærst og flokkast sem meðalstór
fiski- og flutningahöfn í dag. Miklar framkvæmdir standa þó fyrir dyrum á hafnarsvæðinu m.a. á
viðleguköntum, brimvarnargörðum og vegna dýpkana, í ljósi iðnaðaruppbyggingarinnar á
Bakka. Lengd bryggjukanta verður ríflega 700 metrar og mesta dýpi við kant 12 metrar við
Bökugarð á um 200 metra kafla. Dráttarbraut er í höfninni fyrir 250 þungatonn.

Á Raufarhöfn er meðalstór fiskihöfn. Lengd bryggjukanta er 500 metrar og er mesta dýpi
við kant 8,5 metrar á 50 metra kafla og 6,5 metrar á 160 metra kafla. Dýpi í innsiglingu er
9,5 metrar.
Á Kópaskeri er smábátahöfn. Lengd bryggjukanta er 119 metrar og er mesta dýpi við kant
4 metrar á 50 metra kafla. Flotbryggja staðsett í höfninni sem rúmar 4 báta.

Umsóknarfrestur er til og með 28. september 2015.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu
Capacent, www.capacent.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir
(thora.petursdottir@capacent.is) og Auður Bjarnadóttir
(audur.bjarnadottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.