Fara í efni

Rekstur bæjarins jákvæður um rúmar 207 milljónir

  Ársreikningar Húsavíkurbæjar fyrir 2002 verða teknir til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag, en gert er ráð fyrir að síðari umræða fari fram n.k. þriðjudag, 27. maí. Heildartekjur bæjarfélagsins, þ.e. sveitarsjóðs og fyrirtækja hans voru kr. 1.141.601 þús. og rekstrargjöld án fjármagnsliða kr. 980.492 þús. Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða var því jákvæð um kr. 161.109 þús. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um kr. 45.943 þús. Rektrarniðurstaða ársins var því jákvæð um kr. 207.052 þús. en áætlanir höfðu gert ráð fyrir smávægilegum halla á rekstrinum.

 

Ársreikningar Húsavíkurbæjar fyrir 2002 verða teknir til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag, en gert er ráð fyrir að síðari umræða fari fram n.k. þriðjudag, 27. maí.

Heildartekjur bæjarfélagsins, þ.e. sveitarsjóðs og fyrirtækja hans voru kr. 1.141.601 þús. og rekstrargjöld án fjármagnsliða kr. 980.492 þús. Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða var því jákvæð um kr. 161.109 þús. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um kr. 45.943 þús. Rektrarniðurstaða ársins var því jákvæð um kr. 207.052 þús. en áætlanir höfðu gert ráð fyrir smávægilegum halla á rekstrinum.

 Ársreikningar Húsavíkurbæjar verða teknir til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag, en gert er ráð fyrir að síðari umræða fari fram n.k. þriðjudag, 27. maí.

Heildartekjur bæjarfélagsins, þ.e. sveitarsjóðs og fyrirtækja hans voru kr. 1.141.601 þús. og rekstrargjöld án fjármagnsliða kr. 980.492 þús. Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða var því jákvæð um kr. 161.109 þús. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um kr. 45.943 þús. Rektrarniðurstaða ársins var því jákvæð um kr. 207.052 þús. en áætlanir höfðu gert ráð fyrir smávægilegum halla á rekstrinum.

Afkoma A-hluta, sveitarsjóðs, þar sem skatttekjum er ráðstafað var einnig jákvæð um kr. 139.644 þús. Tekjur A-hluta voru 802.763 þús. en rekstrargjöld kr. 690.387 þús. Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða var því jákvæð um kr. 112.376 og fjármagnsliðir voru jákvæðir um kr. 27.268 þús.

Heildartekjur bæjarfélagsins urðu heldur hærri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir og munaði þar um 67 millj. Rekstrargjöld fóru 52 millj. fram úr áætlunum og munar þar mest um aukinn rekstrarkostnað vegna raforkuvers og niðurfærslu viðskiptakrafna og hlutabréfaeignar. Almennur rekstur stofnana og þjónustumálaflokka var hins vegar almennt í góðu samræmi við áætlanir.

Efnahagur bæjarfélagsins styrktist á árinu, skuldir lækkuðu um kr. 112 milljónir og eigið fé var í árslok kr. 1.390 millj. eða 30,5% af niðurstöðutölu efnahagsreiknings upp á kr. 4.564 millj. Þar af er eigið fé sveitarsjóðs kr. 572 millj. og eiginfjárhlutfall hans 29,7%.

Veltufé frá rekstri nam kr. 155 millj. og handbært fé frá rekstri kr. 174 millj. Til fjárfestinga var ráðstafað kr. 173 millj. tekin voru ný lán að upphæð kr. 270 millj., afborganir langtímalána námu kr. 198 millj. og önnur lækkun skammtímaskulda kr. 10 millj. Handbært fé hækkaði um kr. 62 millj. á árinu og nam í árslok rúmum 92 millj. kr.

Vegna breyttra reikningsskila eru samanburðartölur við fyrri ár ekki marktækar en helstu kennitölur ársins eru (sem hlutfall af rekstrartekjum):      

                                                                          Sveitarsjóður                    Samstæða

Rekstrargjöld án fjármagnsliða                              86,0%                           85,9%

Rekstrargjöld án afskrifta                                      83,6%                           75,2%

Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA)              15,9%                           24,4%

Hreint veltufé frá rekstri                                          8,7%                           13,6%

Að lokinni afgreiðslu reikninganna við síðari umræðu verða þeir birtir hér á heimasíðunni.