Fara í efni

Ríkisaðstoð vegna iðnaðarhafnar á Húsavík samþykkt

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, féllst í dag á þá fyrirætlan ríkissjóðs og Norðurþings að veita fé til uppbyggingar iðnaðarhafnar á Húsavík.


“Hafnarframkvæmdirnar munu styðja við uppbyggingu iðnaðar að Bakka og þróun byggðar á svæðinu. Ég tel einsýnt að ekki hefði orðið af uppbyggingu hafnarinnar án ríkisaðstoðar, enda er um stórt verkefni að ræða sem skila mun takmörkuðum tekjum til framtíðar”, segir Oda Helen Sletnes, forseti ESA.
ESA álítur að ekki verði veitt opinberu fé til hafnargerðarinnar umfram það sem nauðsynlegt sé. ESA telur einnig að frjálsri samkeppni stafi ekki ógn af ríkisaðstoðinni.
Íslensk yfirvöld tilkynntu ESA um fyrirætlanir sínar í júní á síðasta ári og höfðu fyrr í þessum mánuði veitt ESA allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar voru fyrir stofnunina til að leggja mat á hvort ríkisaðstoðin samrýmdist EES samningnum.
Opinber útgáfa ákvörðunar ESA frá í dag verður birt á vefsíðu stofnunarinnar eftir um það bil mánuð.