Fara í efni

Rjúpnaveiðar og stofnbreytingar - fyrirlestur

Fimmtudagskvöldið 8. október mun Ólafur K. Nielsen halda fyrirlestur í Gljúfrastofu um rjúpnaveiðar, ástand rjúpnastofnsins og veiðistjórnun. Ólafur, sem er vistfræðingur, hefur verið lykilmaðurinn í rannsóknum á rjúpu undanfarna áratugi. Einnig mun Jóhann Gunnarsson frá Víkingavatni vera á staðnum og svara fyrirspurnum um minkaveiðar og lífshætti minksins. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 og eru allir velkomnir.

Fimmtudagskvöldið 8. október mun Ólafur K. Nielsen halda fyrirlestur í Gljúfrastofu um rjúpnaveiðar, ástand rjúpnastofnsins og veiðistjórnun. Ólafur, sem er vistfræðingur, hefur verið lykilmaðurinn í rannsóknum á rjúpu undanfarna áratugi. Einnig mun Jóhann Gunnarsson frá Víkingavatni vera á staðnum og svara fyrirspurnum um minkaveiðar og lífshætti minksins.

Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 og eru allir velkomnir.

Rjúpan er mikilvægasta bráð íslenskra skotveiðimanna. Til að tryggja sjálfbærar veiðar er rjúpnastofninn vaktaður. Náttúrufræðistofnun Íslands ber ábyrgð á þeim hluta vöktunarinnar sem  snýr að stofnvistfræði tegundarinnar og það verkefni er unnið í samstarfi við sérfræðinga sem starfa við nokkrar aðrar opinberar stofnanir og síðast en ekki síst við hóp sjálfboðaliða sem unna rjúpunni.  Mólendi er helsta búsvæði rjúpunnar en á Norðausturlandi er rjúpan algengur varpfugl og verpir víða í miklum þéttleika, t.a.m. í Hrísey, á Tjörnesi og á Melrakkasléttu.