Fara í efni

Sænskir dagar á Húsavík, 20-26. júní 2005

Af hverju sænskir dagar? Til heiðurs landkönnuðinum Garðari Svavarssyni, Náttfara og hans fólki sem settist að í  Þingeyjarsýslu eru haldnir sænskir dagar á Húsavík.  Markmið daganna er efling á menningartengslum við Svíþjóð, virðing við menningararf svæðisins og kynnast sænskri menningu með tónlist, bókmenntum, myndum og mat. Af hverju á Húsavík?

Af hverju sænskir dagar?

Til heiðurs landkönnuðinum Garðari Svavarssyni, Náttfara og hans fólki sem settist að í  Þingeyjarsýslu eru haldnir sænskir dagar á Húsavík.  Markmið daganna er efling á menningartengslum við Svíþjóð, virðing við menningararf svæðisins og kynnast sænskri menningu með tónlist, bókmenntum, myndum og mat.

Af hverju á Húsavík?

Í Sturlubók Landnámu segir:

„Maður hét Garðar Svavarsson, sænskur að ætt; hann fór að leita Snælands að tilvísan móður sinnar framsýnnar. Hann kom að landi fyrir austan Horn hið eystra; þar var þá höfn. Garðar sigldi umhverfis landið og vissi, að það var eyland. Hann var um veturinn norður í Húsavík á Skjálfanda og gerði þar hús. Um vorið, er hann var búinn til hafs, sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar síðan, er heitir Náttfaravík. Garðar fór þá til Noregs og lofaði mjög landið. Hann var faðir Una, föður Hróars Tungugoða. Eftir það var landið kallað Garðarshólmur, og var þá skógur milli fjalls og fjöru."

Dagskrá

Lördag 18. juni

Kl. 23:00      Upphitunarball fyrir sænska daga

Húsvíska hljómsveitin Sóldát með dansleik í

Skipasmíðastöðinni til kl. 03:00

Miðaverð kr. 1000. 18 ára aldurstakmark.

Måndag 20. juni

Kl. 18:00      Setningarathöfn Sænskra Daga í Sjóminjasafninu.

          Setning: Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavíkur.

          Ávarp: Guðni Halldórsson, forstöðumaður Safnahússins á Húsavík

             Garðar Svavarsson - sífelld nálægð hins sænska landkönnuðar!

Ávarp: Ulf Svenér sendifulltrúi sænska sendiráðsins á Íslandi.

Alla dagana

Tilboð á sænskum vörum í Kaskó og Úrval.

Tilboð á bókum sænskra höfunda, sænskri tónlist í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar.

Tilboð á sænskum ljósum frá Belid og Cottex í Öryggi.

Sænskir réttir á matseðlinum á Gamla Bauk og Sölku.                                                                                               Vilket underbart väder! - Frábært veður

Bækur sænskra höfunda á Bókasafninu.

Fylgist með í Húsavíkursjónvarpinu.

Torsdag 23. juni

Kl. 20:00         Sólstöðuganga Ferðafélags Húsavíkur

Gengið verður frá Æðarfossum í Laxá, meðfram ströndinni til Húsavíkur. Áætluð vegalengd er 8-8,5 km. Rútuferð verður frá Úrval kl. 20:00. Lagt af stað frá Æðarfossum kl. 20:15. Þátttökugjald: kr. 500,- Fararstjóri: Tryggvi Jóhannsson, sími 861 8474.

Skráning (í síðasta lagi 22. júní): Húsavíkurstofa, sími 464 4300, opið 09:00-19:00 eða info@husavik.is

Fredag 24. juni

                        Jag ringer på fredag...

Lördag 25. juni

Kl. 14:00         Félagar í ITC – flugu munu annast upplestur fyrir börn úr bókum sænskra höfunda á Bókasafninu.

Kl. 17:00         Landnámsferð vestur yfir Skjálfanda.

Salka og Norður-Sigling bjóða Húsvíkingum og gestum í siglingu yfir í Náttfaravíkur.  Lagt verður upp frá bryggju Norður-Siglingar, landtaka verður í Naustavík og grill í boði.  Landnemar koma sjálfir með drykkjarföng að eigin vali.  Heimkoma er áætluð kl. 21:00.

ATHUGIÐ: TAKMARKAÐUR FJÖLDI, FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ.

Söndag 26. juni

Kl. 12:00         Frítt inn fyrir Húsvíkinga og Svía á Hið íslenska reðasafn til kl. 18:00.

Nánari upplýsingar veitir Húsavíkurstofa s: 464 4300  & á: www.markthing.is

P.s. Góða veðrið er komið

Með kveðju,

Dögg Matthíasdóttir

Verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga

Markaðsráð Þingeyinga

Garðarsbraut 5

640 Húsavík

info@markthing.is

f.h. sími: 464 4300

e.h. sími: 464 0417

Gsm: 898 4320