Fara í efni

Sænskir dagar/Mærudagar 2008

Mikið hefur verið um að vera á Húsavík þessa viku, en hún hófst með Sænskum dögum sem voru formlega settir á mánudaginn. Góð þátttaka hefur verið á þeim námskeiðum og viðburðum sem boðið hefur verið upp á  þessa daga og almenn ánægja með dagskrána. Mærudagar hófust svo í gær fimmtudag með litablöndun hverfanna í bænum og tóku hátt í 1000 manns þátt í hverfagrillum og göngu niður á hafnarstétt þar sem hverfin tróðu upp með skemmtiatriði. Mærudagar ná svo hámarki nú um helgina og er dagskráin mjög fjölbreytt og hægt að vera að frá morgni til kvölds við ýmiskonar skemmtun. Einnig verður afrakstur af námskeiðum sýndur og fyrirtæki í bænum bjóða gestum og gangandi á leiki meistaraflokka Völsungs í fótbolta um helgina. Margir hafa lagt hönd á plóginn með beinum styrkjum eða vinnuframlagi og er því óhætt að segja að Mærudagar 2008 séu sérlega glæsilegir. Myndir

Mikið hefur verið um að vera á Húsavík þessa viku, en hún hófst með Sænskum dögum sem voru formlega settir á mánudaginn. Góð þátttaka hefur verið á þeim námskeiðum og viðburðum sem boðið hefur verið upp á  þessa daga og almenn ánægja með dagskrána. Mærudagar hófust svo í gær fimmtudag með litablöndun hverfanna í bænum og tóku hátt í 1000 manns þátt í hverfagrillum og göngu niður á hafnarstétt þar sem hverfin tróðu upp með skemmtiatriði. Mærudagar ná svo hámarki nú um helgina og er dagskráin mjög fjölbreytt og hægt að vera að frá morgni til kvölds við ýmiskonar skemmtun. Einnig verður afrakstur af námskeiðum sýndur og fyrirtæki í bænum bjóða gestum og gangandi á leiki meistaraflokka Völsungs í fótbolta um helgina. Margir hafa lagt hönd á plóginn með beinum styrkjum eða vinnuframlagi og er því óhætt að segja að Mærudagar 2008 séu sérlega glæsilegir.

Myndir