Sagan af bláa hnettinum í Borgarhólsskóla
06.04.2022
Tilkynningar
Nemendur sjöunda bekkjar í Borgahólsskóla hafa undanfarið unnið að uppsetningu á leikritinu Sagan af bláa hnettinum í leikstjórn Arnþórs Þórsteinssonar. Ágóði af skólasamkomu rennur í ferðasjóð sjöunda bekkjar hverju sinni. Nemendur fimmta, þriðja og fyrsta bekkjar flytja sömuleiðis atriði á samkomunni.
Aðgangseyrir er 1000 krónur.
Frumsýning á samkomunni er í dag. Klukkan 17:30 síðar í dag, á morgun bæði klukkan 9:30 og klukkan 17:30. Annað kvöld klukkan 20 verður sýning á leikriti sjöunda bekkjar. Við hvetjum fólk til að koma á sýninguna og gleðjast með nemendum.