Fara í efni

Sail Húsavík 2011 - kynningarfundur í kvöld

Kynningarfundur í sal Borgarhólsskóla í kvöld, mánudagskvöldið 19. apríl kl. 20:00. Fyrirhugað er að halda Norræna strandmenningarhátíð á Húsavík sumarið 2011. Verkefnið er norrænt samstarfsverkefni og stefnt er að því að halda strandmenningarhátiðir árlega í mismunandi höfnum á Norðurlöndunum. Sigurbjörg Árnadóttir verkefnastjóri og stjórn hátíðarinnar kynna verkefnið og sitja fyrir svörum.

Kynningarfundur í sal Borgarhólsskóla í kvöld, mánudagskvöldið 19. apríl kl. 20:00.

Fyrirhugað er að halda Norræna strandmenningarhátíð á Húsavík sumarið 2011. Verkefnið er norrænt samstarfsverkefni og stefnt er að því að halda strandmenningarhátiðir árlega í mismunandi höfnum á Norðurlöndunum.

Sigurbjörg Árnadóttir verkefnastjóri og stjórn hátíðarinnar kynna verkefnið og sitja fyrir svörum.

Ætlunin er að byrja á Húsavík sumarið 2011 og að hingað komi seglskútur í öllum stærðum og gerðum héðan og þaðan, miðað við undirtektir hjá tilheyrandi samtökum skútueigenda og áhugafólks má búast við góðri þátttöku.  Einnig verður áhersla lögð á menningu þeirrar hafnar sem hýsir hátíðina hvað varðar mannlíf, mat, tónlist, handverk o.fl.  Þannig að ljóst er að hátíð af þessari stærðargráðu og gerð verður ekki að veruleika nema með virkri þátttöku heimamanna og möguleika þeirra á að hafa áhrif.

Hvatt er til þess að fólk mæti á kynningarfundinn og kynni sér hugmyndina að hátíðinni og taki þátt í að móta hátíðina hér á Húsavík. Það er ljóst að mikilvægt verður að vinna með félagasamtökunum í bænum, fyrirtækjunum, stofnunum svo og einstaklingunum til að hátiðin megi heppnast vel okkur til sóma.