Sambýlið Pálsgarður - Laust starf til umsóknar
Óskað er eftir starfsmönnum í sumarafleysingar sumarið 2020
Markmið starfsins:
Góð umönnun, virðing og vinsemd. Fylgjast með andlegri og líkamlegri líðan íbúa.
Veita íbúum félagslegan stuðning og aðstoð við almenn störf á heimilum íbúa svo sem þrif og matseld. Stuðningur til sjálfshjálpar, samfélagslegrar þátttöku og almennrar virkni. Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa.
Hæfniskröfur:
Áhugi á að starfa með fötluðu fólki með umhyggju og virðingu að leiðarljósi. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og lipurð í mannlegum samskiptum. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri.
Starfshlutfall: 50-100% eða eftir samkomulagi
Starfsheiti: Starfsmaður á sambýli III
Launakjör: Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Vinnutími: Unnið er á vöktum allan sólarhringinn samkvæmt vaktaskýrslu sem lögð er fram með sex vikna fyrirvara og samkvæmt samkomulagi við yfirmann ( Einnig er hægt að bera fram séróskir ).
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2020 - Hvetjum karla jafn sem konur að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Hilda Rós Pálsdóttir - hilda@nordurthing.is eða í síma 464 6100.