Fara í efni

Sameiginleg aðgerðaáætlun vegna uppbyggingar orkufreks iðnaðar á Norðurlandi

S. l. mánudag var undirritað samkomulag milli Fjárfestingarstofu, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akureyrarkaupstaðar, Húsavíkurbæjar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Alcoa Inc. um sameiginlega aðgerðaáætlun vegna uppbyggingar orkufreks iðnaðar (álvers og hugsanlega frekari vinnslu álafurða) á Norðurlandi.

S. l. mánudag var undirritað samkomulag milli Fjárfestingarstofu, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akureyrarkaupstaðar, Húsavíkurbæjar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Alcoa Inc. um sameiginlega aðgerðaáætlun vegna uppbyggingar orkufreks iðnaðar (álvers og hugsanlega frekari vinnslu álafurða) á Norðurlandi.

S. l. mánudag var undirritað samkomulag milli Fjárfestingarstofu, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akureyrarkaupstaðar, Húsavíkurbæjar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Alcoa Inc. um sameiginlega aðgerðaáætlun vegna uppbyggingar orkufreks iðnaðar (álvers og hugsanlega frekari vinnslu álafurða) á Norðurlandi. Samkomulagið var staðfest af bæjarstjórn Húsavíkurbæjar á fundi hennar í gær. Jafnframt var Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, tilnefndur f.h. Húsavíkurbæjar í samræmingarnefnd skv. ákvæðum í samkomulaganu. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að fyrir n.k. áramót verði lokið nauðsynlegri undirbúningsvinnu þannig að unnt verði að velja heppilegasta staðinn fyrir slíkan iðnað. Í beinu framhaldi verði síðan hafinn eiginlegur undirbúningur að byggingur álvers á þeim stað. Jafnhliða vinnu samkvæmt samkomulaginu mun Alcoa Inc. hefja undirbúningsviðræður við orkuöflunar- og flutningsaðila raforku til væntanlegs álvers. Gert er ráð fyrir álveri með allt að 250 þús. tonna ársframleiðslu og að það verði byggt upp í áföngum. Gangi áform samningsaðila eftir gætu framkvæmdir við byggingu álvers hafist árið 2009/2010 og rekstur fyrsta áfanga hafist 2011/2012. Áður en þær framkvæmdir hefjast er nauðsynlegt að hefja virkjunarframkvæmdir á þeim háhitasvæðum sem horft er til við raforkuöflunina, m.a. Þeistareykjum.