Sameining Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps verður að veruleika
Í gær gengu íbúar ofangreindra sveitarfélaga að kjörborðinu um tillögu sameiningarnefndar um sameiningu fjögurra
sveitarfélaga í eitt. Kjörsókn í gær var betri í þremur af fjórum sveitarfélögum sem nú hafa samþykkt
sameiningu heldur en hún var í kosningunum 8. október sl. Í Raufarhafnarhreppi var kjörsókn heldur minni nú en í fyrstu umferð kosninganna,
en munurinn er þó óverulegur eða 1,4%.
Í öllum sveitarfélögunum fjórum eru fleiri sem greiða atkvæði með sameiningu nú en í fyrstu umferð kosninganna.
Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar út frá þeim sem afstöðu tóku í atkvæðagreiðslunum 8. október og 21. janúar
kemur í ljós að stuðningur við sameiningu hefur vaxið.
Í gær gengu íbúar ofangreindra sveitarfélaga að kjörborðinu um tillögu sameiningarnefndar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í eitt. Kjörsókn í gær var betri í þremur af fjórum sveitarfélögum sem nú hafa samþykkt sameiningu heldur en hún var í kosningunum 8. október sl. Í Raufarhafnarhreppi var kjörsókn heldur minni nú en í fyrstu umferð kosninganna, en munurinn er þó óverulegur eða 1,4%.
Í öllum sveitarfélögunum fjórum eru fleiri sem greiða atkvæði með sameiningu nú en í fyrstu umferð kosninganna.
Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar út frá þeim sem afstöðu tóku í atkvæðagreiðslunum 8. október og 21. janúar kemur í ljós að stuðningur við sameiningu hefur vaxið.
Niðurstöður 21. jan. |
Niðurstöður 8. október |
Niðurstöður 21. jan. |
Niðurstöður 8. október |
||
Já |
Nei |
||||
Húsavíkurbær |
79,10% |
74,84% |
20,90% |
25,16% |
|
Kelduneshreppur |
54,10% |
49,12% |
45,90% |
50,88% |
|
Öxarfjarðarhreppur |
55,50% |
51,92% |
44,50% |
48,08% |
|
Raufarhafnarhreppur |
58,90% |
56,12% |
41,10% |
43,88% |
Framundan er vinna við mótun nýs sveitarfélags, en tilkoma þess mun gjörbreyta umhverfi sveitarstjórnarstigsins í Þingeyjarsýslum.
Kosið verður til sveitarstjórnar í hinu nýju sveitarfélagi við kosningar í vor og mun það formlega verða til 11. júní 2006.
Til að sjá frétt um málið á síðu Félagsmálaráðuneytis smellið hér