Samgönguvikan og Bíllausi dagurinn
15.09.2024
Tilkynningar
Vikuna 16. – 22. september mun standa yfir Samgönguvika sem endar á Bíllausa deginum. Um er að ræða samstillt átak sveitarfélaga í Evrópu til að ýta undir sjálfbærar samgöngur.
Norðurþing hvetur íbúa sína til þess að taka þátt með því að ganga og hjóla sem bætir heilsu fólks og hefur jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.
Vikan endar á Bíllausa deginum á sunnudegi þann 22. september þar sem öll eru hvött til þess að geyma bílinn heima.
Af þessu tilefni verður um helgina 20. – 22. september regnbogabrautin lokuð á Garðsbraut á Húsavík fyrir bílaumferð.
Hagmunsasamtök barna munu svo standa fyrir léttri skemmtidagskrá fyrir börn og fjölskyldur sunnudaginn 22. september sem þau auglýsa betur.
Vefsíða og annað áhugavert:
- Vefsíða Samgönguvikunnar á facebook: https://www.facebook.com/samgonguvika
- Umhverfis- orku og loftlagsráðuneytið hefur umsókn með vikunni á Íslandi. Hér má sjá frekari upplýsingar um verkefnið.