Fara í efni

Samkeppni um nafn á nýtt sveitarfélag

Við sameiningu sveitarfélaganna fjögurra, Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps verður til nýtt sveitarfélag. Verkefnisstjórn um sameiningu sveitarfélaganna efnir til samkeppni um nýtt nafn á sveitarfélagið. Tillögum skal komið á framfæri á skrifstofu einhvers hinna fjögurra sveitarfélaga.

Við sameiningu sveitarfélaganna fjögurra, Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps verður til nýtt sveitarfélag. Verkefnisstjórn um sameiningu sveitarfélaganna efnir til samkeppni um nýtt nafn á sveitarfélagið.

Tillögum skal komið á framfæri á skrifstofu einhvers hinna fjögurra sveitarfélaga.

Við sameiningu sveitarfélaganna fjögurra, Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps verður til nýtt sveitarfélag. Verkefnisstjórn um sameiningu sveitarfélaganna efnir til samkeppni um nýtt nafn á sveitarfélagið.

Tillögum skal komið á framfæri á skrifstofu einhvers hinna fjögurra sveitarfélaga. Til að gæta hlutleysis hefur verkefnisstjórnin ákveðið að fara fram á að tillögur njóti nafnleyndar þar til nafn hefur verið valið. Það skal gert á þann hátt að tillaga að nafni ásamt nafni og heimilisfangi höfnundar, skal sett í umslag og því lokað. Utan á umslagið skal á ný skrifa tillöguna að nafni sveitarfélagsins. Umslaginu skal komið á skrifstofu eins af sveitarfélögunum og það merkt “Nafn sameinaðs sveitarfélags”.

Skilafrestur er til og með 15. mars nk.

Ef fleiri en einn er með tillögu að því nafni sem verður fyrir valinu verður dregið á milli þátttakenda. Verðlaun fyrir rétta nafnið verða kr. 100,000.- ásamt viðurkenningargrip.

Íbúar sveitarfélaganna eru sérstaklega hvattir til að senda inn tillögur að nafni á nýja sveitarfélagið.