Fara í efni

Samningur um lögfræðiþjónustu

Föstudaginn 2. apríl var undirritaður í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík, samningur milli Húsavíkurbæjar og Regula – lögmannsstofu, um innheimtu vanskilakrafna og um önnur lögfræðistörf sem óskað er eftir. Samninginn undirituðu Reinhard Reynisson, bæjarstjóri fyrir hönd Húsavíkurbæjar og Berglind Svavarsdóttir fyrir hönd Regula – lögmannsstofu. Samningurinn tekur gildi þann 1. maí 2004.

Föstudaginn 2. apríl var undirritaður í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík, samningur milli Húsavíkurbæjar og Regula – lögmannsstofu, um innheimtu vanskilakrafna og um önnur lögfræðistörf sem óskað er eftir. Samninginn undirituðu Reinhard Reynisson, bæjarstjóri fyrir hönd Húsavíkurbæjar og Berglind Svavarsdóttir fyrir hönd Regula – lögmannsstofu.
Samningurinn tekur gildi þann 1. maí 2004.


Við undirritun samningsins. Sitjandi; Reinhard Reynisson og Berlind Svavarsdóttir.
Standandi f.v. Hilmar Gunnlaugsson, Ása Gísladóttir, Guðmundur Níelsson,
Sigríður Kristinsdóttir og Jón Jónsson.

Föstudaginn 2. apríl var undirritaður í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík, samningur milli Húsavíkurbæjar og Regula – lögmannsstofu, um innheimtu vanskilakrafna og um önnur lögfræðistörf sem óskað er eftir. Samninginn undirituðu Reinhard Reynisson, bæjarstjóri fyrir hönd Húsavíkurbæjar og Berglind Svavarsdóttir fyrir hönd Regula – lögmannsstofu.
Samningurinn tekur gildi þann 1. maí 2004. Jafnhliða gildistöku samningsins taka gildi nýjar reglur um innheimtu hjá Húsavíkurbæ. Samkvæmt þeim og ákvæðum samningsins verður send út ítrekun til skuldara þegar vanskil eru orðin 2ja mánaða,  þar sem fram kemur að  verði skuldin ekki greidd innan mánaðar fari hún í lögfræðiinnheimtu. Fyrsta skref hennar er að skuldara er send lokaviðvörun með 10 daga greiðslufresti og á hana leggst þá lokaviðvörunargjaldgjald, nú kr. 5.200. Verði skuldin ekki greidd innan lokafrests fer hún til frekari innheimtu og leggst á þá  skuldina innheimtuþóknun skv.gjaldskrá Regula eins og hún er á hverjum tíma.
Hinar nýju innheimtureglur og samningurinn við Regula fela í sér aukna ögun við innheimtu hjá Húsavíkurbæ og verður viðskiptamönnum gerð nánari grein fyrir þeim efnisatriðum á næstunni.