Samráðsvettvangur atvinnulífs á Norðurlandi: Til fyrirtækja í Norðurþingi
19.03.2024
Tilkynningar
Til fyrirtækja í Norðurþingi.
SSNE vinnur nú að því að koma á fót samráðsvettvangi atvinnulífs á Norðurlandi
Verið er að horfa til allra atvinnugreina, allt frá landbúnaði og sjávarútvegi til hátækni iðnaðs og þjónustufyrirtækja og alls þar á milli.
Tilgangur vettvangsins er að koma á virku samtali milli atvinnulífs á svæðinu og SSNE, jafnframt verður vettvangurinn nýttur til að miðla upplýsingum og tækifærum sem snúa að svæðinu.
Fundirnir verða haldnir í fjarfundi til að jafna aðgengi allra og er stefnt að fyrsta fundi í byrjun apríl.
Við hvetjum atvinnurekendur og aðra áhugasama í Norðurþingi að skrá sig til þátttöku í samráðsvettvangnum.
Hægt er að skrá sig hér.