Fara í efni

Samstaða um uppbyggingu orkufreks iðnaðar

Á fjölmennum fundi sem iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir boðaði til á Húsavík s.l. laugardag, um orku- og iðnaðarmál kom fram mikill áhugi og samstaða heimamanna um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í héraði. Fundinn sóttu um 200 manns víða að úr héraðinu. Á fundinum var farið yfir þá vinnu sem þegar hefur verið unnin varðandi forsendur fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landi Bakka við Húsavík. Fram kom að sú vinna hefur leitt í ljós að staðurinn virðist henta mjög vel til slíkrar uppbyggingar og vegur þar þyngst gott aðgengi að raforku frá háhitasvæðunum í Þingeyjarsýslu, sem aðeins liggja í nokkurra tuga kílómetra fjarlægð frá lóðinni. Þá getur Húsavíkurhöfn nýst fyrir slíkt iðjuver með lítilsháttar breytingum.

Á fjölmennum fundi sem iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir boðaði til á Húsavík s.l. laugardag, um orku- og iðnaðarmál kom fram mikill áhugi og samstaða heimamanna um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í héraði. Fundinn sóttu um 200 manns víða að úr héraðinu. Á fundinum var farið yfir þá vinnu sem þegar hefur verið unnin varðandi forsendur fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landi Bakka við Húsavík. Fram kom að sú vinna hefur leitt í ljós að staðurinn virðist henta mjög vel til slíkrar uppbyggingar og vegur þar þyngst gott aðgengi að raforku frá háhitasvæðunum í Þingeyjarsýslu, sem aðeins liggja í nokkurra tuga kílómetra fjarlægð frá lóðinni. Þá getur Húsavíkurhöfn nýst fyrir slíkt iðjuver með lítilsháttar breytingum.

Á fjölmennum fundi sem iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir boðaði til á Húsavík s.l. laugardag, um orku- og iðnaðarmál kom fram mikill áhugi og samstaða heimamanna um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í héraði. Fundinn sóttu um 200 manns víða að úr héraðinu. Á fundinum var farið yfir þá vinnu sem þegar hefur verið unnin varðandi forsendur fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landi Bakka við Húsavík. Fram kom að sú vinna hefur leitt í ljós að staðurinn virðist henta mjög vel til slíkrar uppbyggingar og vegur þar þyngst gott aðgengi að raforku frá háhitasvæðunum í Þingeyjarsýslu, sem aðeins liggja í nokkurra tuga kílómetra fjarlægð frá lóðinni. Þá getur Húsavíkurhöfn nýst fyrir slíkt iðjuver með lítilsháttar breytingum.

            Iðnaðarráðherra gerði grein fyrir niðurstöðum skoðanakönnunar sem ráðuneytið hefur nýverið látið vinna á viðhorfum þingeyinga til uppbyggingar stóriðju í héraðinu og nýtingu orkuauðlinda. Helstu niðurstöður eru þær að 66% eru hlynnt uppbyggingu slíks iðnaðar hér, 22% á móti og 12% taka ekki afstöðu. Þessi niðurstaða er mjög afgerandi og í samræmi við niðurstöður könnunar sem gerð var s.l. haust af rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri meðal íbúa Húsavíkurbæjar, Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar, en þar voru 73% hlynnt uppbygginu orkufreks iðnaðar hér, 14% andvíg og 13% tóku ekki afstöðu.

            Í ljósi þeirra staðarvalskosta sem fyrir liggja, góðrar samstöðu heimamanna og áhuga fjárfesta á uppbygginu hér verður að telja líklegt að mál þetta fái góðan framgang á næstu misserum.