Fara í efni

Samstarf Garðars og Borgarhólsskóla

Nú á haustönn hefur nemendum í Borgarhólsskóla gefist kostur á að starfa í unglingadeild björgunarsveitarinnar Garðars, Náttfara og fá starf sitt metið sem valfag innan skólans. Árið 1996 var stofnuð sérstök ungliðadeild innan Björgunarsveitarinnar Garðars, sem hlaut nafnið Náttfari, með það að markmiði að efla endurnýjun félaga. Náttfari starfaði í mörg ár sem öflug deild innan félagsins en undanfarin ár hefur hún verið í nokkurri lægð.

Nú á haustönn hefur nemendum í Borgarhólsskóla gefist kostur á að starfa í unglingadeild björgunarsveitarinnar Garðars, Náttfara og fá starf sitt metið sem valfag innan skólans.

Árið 1996 var stofnuð sérstök ungliðadeild innan Björgunarsveitarinnar Garðars, sem hlaut nafnið Náttfari, með það að markmiði að efla endurnýjun félaga. Náttfari starfaði í mörg ár sem öflug deild innan félagsins en undanfarin ár hefur hún verið í nokkurri lægð.

Í haust var gerð tilraun til að efla ungliða- og byrjendastarfi og hefur tekist að starta öflugri deild þar sem 20 unglingar vinna að ýmsum sérhæfðum verkefnum sem snerta björgunarstarf og kynnast þar með starfsemi björgunarsveitarinnar.

Þeir unglingar sem nú starfa með Náttfara eru allir nemendur í Borgarhólsskóla á Húsavík og er starf þeirra metið sem val innan skólans. Í stað þess að sitja með bækur á skólatíma þurfa þau að mæta utan skólatíma í björgunarsveitarhúsið og taka þátt í þeim verkerfnum sem þeim er sett fyirir hvert sinn.

Það sem af er hausti hafa unglingarnir fengið að kynnast GPS-staðsetningartækni, meðferð talstöðva, prófað snjóflóðaýla, lært nokkra hnúta, sinnt dósatalningu og setið skyndihjálparnámskeið svo nokkuð sé nefnt.

Þetta eru allt mjög kraftmiklir og efnilegir unglingar sem björgunarsveitarmenn hlakka til að fá til liðs við sig í framtíðinni og munu vafalaust efla starf sveitarinnar.

Sérstakur umboðsmaður nýliða hefur verið settur Guðbergur Rafn Ægisson, sem hefur umsjón með þjálfun þeirra og þátttöku í almennu starfi í sveitinni, en Sigrún Þórólfsdóttir er þeirra kennari innan skólans og sér um allt utanumhald er varðar val þeirra í skólanum, mætingu o.fl.

Heimasíða félagsins. http://123.is/bjorgun/page/16616/