Fara í efni

Samstarfssamningur

 Í morgun var gengið frá fyrsta samstarfssamningi við aðila í verslun og/eða þjónustu á Húsavík. Samstarfssamningur hefur verið gerður til reynslu til eins árs við Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. Þetta er fyrsti slíki samningurinn við verslun á Húsavík en vonir standa til að fleiri slíkir samningar verði gerðir á næstu vikum.

Friðrik Sigurðsson og Hulda R. Árnadóttir handsala samninginn Í morgun var gengið frá fyrsta samstarfssamningi við aðila í verslun og/eða þjónustu á Húsavík. Samstarfssamningur hefur verið gerður til reynslu til eins árs við Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. Þetta er fyrsti slíki samningurinn við verslun á Húsavík en vonir standa til að fleiri slíkir samningar verði gerðir á næstu vikum.

Friðrik og Hulda rita nafn sitt á samninginn af mikilli vandvirkni

Í morgun var gengið frá fyrsta samstarfssamningi við aðila í verslun og/eða þjónustu á Húsavík. Samstarfssamningur hefur verið gerður til reynslu til eins árs við Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. Þetta er fyrsti slíki samningurinn við verslun á Húsavík en vonir standa til að fleiri slíkir samningar verði gerðir á næstu vikum. Samið er um ákveðinn afslátt og skuldbindur Húsavíkurbær sig til að eiga viðskipti við BÞS ef ekki bjóðast hagstæðari kjör annars staðar. Nú hafa verið gefin út innkaupakort til þeirra aðila sem hafa innkaupaheimildir á vegum Húsvíkurbæjar, og er notkun þeirra hluti af samkomulaginu.

Þeir aðilar í verslun og þjónustu sem áhuga hafa á að gera viðskipta- og þjónustusamninga við Húsavíkurbæ eru hvattir til að hafa samband við framkvæmdastjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs, Huldu Ragnheiði Árnadóttur.