Samstarfssamningur Norðurþings og Völsungs
Á fundi sveitarstjórnar þann 22.janúar var staðfestur samstarfssamningur á milli Norðurþings og Íþróttafélagsins Völsungs. Markmið samningsins er meðal annars að skapa Völsungi aðstæður til að bjóða uppá fjölbreytt og öflugt íþróttastarf og reka félagsaðstöðu sína í vallarhúsi við Húsavíkurvöll.
Samningsaðilar og aðrir hagsmunaaðilar sameinast um að hefja hugmyndavinnu að þróunarstarfi í samstarfi við leik- og grunnskóla er snýr að því að fella íþrótta- og tómstundastarf inní stundarskrá yngstu nemenda.
Greiðslur til Völsungs eru 18 miljónir en samningurinn er til eins árs.
Samninginn í heild sinni má lesa inná vef Norðurþings eða með því að smella hér.
Meðfylgjandi mynd af Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra Norðurþings og Lilju Friðriksdóttur stjórnarmanni í aðalstjórn Völsungs er tekin við undirritun samningsins.