Fara í efni

Samtök um markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar skemmtiferðaskipa

Stofnfundur samatkanna Cruise Iceland var haldinn  á Hótel Sögu fyrir skömmu og sóttu hann rúmlega 70 manns. Á fundinum voru flutt erindi um móttöku skemmtiskipa í hinum ýmsu höfnum landsins og fram kom að sumarið 2004 verður  það stærsta í komum skemmtiskipa til landsins. Húsavíkurhöfn er stofnaðili að samtökunum, enda það eitt af markmiðum markaðssetningaráætlunar hafnarstjórnar að auka komur erlendra skemmtiferðaskipa hingað á næstu árum. Í því sambandi hefur höfnin m.a. unnið í samvinnu við MarkHús og sjö aðrar hafnir í landinu að útgáfu kynningarefnis sem kynnt var útgerðaraðilum skemmtiferðaskipa í Bandaríkjunum s.l. haust.  

Stofnfundur samatkanna Cruise Iceland var haldinn  á Hótel Sögu fyrir skömmu og sóttu hann rúmlega 70 manns. Á fundinum voru flutt erindi um móttöku skemmtiskipa í hinum ýmsu höfnum landsins og fram kom að sumarið 2004 verður  það stærsta í komum skemmtiskipa til landsins.

Húsavíkurhöfn er stofnaðili að samtökunum, enda það eitt af markmiðum markaðssetningaráætlunar hafnarstjórnar að auka komur erlendra skemmtiferðaskipa hingað á næstu árum. Í því sambandi hefur höfnin m.a. unnið í samvinnu við MarkHús og sjö aðrar hafnir í landinu að útgáfu kynningarefnis sem kynnt var útgerðaraðilum skemmtiferðaskipa í Bandaríkjunum s.l. haust.

 

Stofnfundur samatkanna Cruise Iceland var haldinn  á Hótel Sögu fyrir skömmu og sóttu hann rúmlega 70 manns. Á fundinum voru flutt erindi um móttöku skemmtiskipa í hinum ýmsu höfnum landsins og fram kom að sumarið 2004 verður  það stærsta í komum skemmtiskipa til landsins. Húsavíkurhöfn er stofnaðili að samtökunum, enda það eitt af markmiðum markaðssetningaráætlunar hafnarstjórnar að auka komur erlendra skemmtiferðaskipa hingað á næstu árum. Í því sambandi hefur höfnin m.a. unnið í samvinnu við MarkHús og sjö aðrar hafnir í landinu að útgáfu kynningarefnis sem kynnt var útgerðaraðilum skemmtiferðaskipa í Bandaríkjunum s.l. haust.

Samtökin munu leggja sérstaka áherslu á að markaðssetja Ísland sem áhugaverðan áfangastað skemmtiskipa bæði í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. M.a. verður hugað að möguleikum þess að fá fleiri skip til þess að skipta um farþega á Íslandi og einnig verða möguleikar þess efnis að fá skip til þess að sigla hringferðir í kringum Ísland sumarlangt skoðaðir.  Samtökin munu einnig stuðla að frekari vöruþróun í framboði afþreyingar fyrir farþega skipanna og skoða möguleika á frekari verslun við farþega og útgerð skipanna.

Í stjórn Cruise Iceland voru kjörin:

Ágúst Ágústsson, formaður, Reykjavíkurhöfn
Einar Gústavsson, varaformaður, Ferðamálaráð Íslands í Bandaríkjunum
Pétur Ólafsson, Akureyrarhöfn
Gunnar Rafn Birgisson, Ferðaskrifstofan Atlantik
Svava Johansen, Verslunin 17

Í varastjórn voru kjörnin:

Tryggvi Harðarson, Seyðisfirði
Ársæll Harðarson, Ferðamálráði Íslands
Ingvar Sigurðsson, Samskip hf
Guðmundur M. Kristjánsson, Ísafirði
Edda Sverrisdóttir, Verslunin Flex.