Fara í efni

Samvinnusýning

Fyrsti formlegi fundur félgsins  “Samvinnusýningin á Húsavík” var haldinn í Safnahúsinu á Húsavík 28. mars.   Guðsteinn Einarsson formaður stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga og Tryggvi Finnsson stjórnarformaður KÞ undirrituðu stofnsamþykktir félagsins.  

Fyrsti formlegi fundur félgsins  “Samvinnusýningin á Húsavík” var haldinn í Safnahúsinu á Húsavík 28. mars.

 

Guðsteinn Einarsson formaður stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga og Tryggvi Finnsson stjórnarformaður KÞ undirrituðu stofnsamþykktir félagsins.

 

Í nýskipaðri stjórn eiga sæti: Tryggvi Finnsson formaður, Guðsteinn Einarsson, Haukur Halldórsson, Erla Sigurðardóttir og Guðni Halldórsson.

 

Mikil  vinna er framundan varðandi sagfræðirannsóknir og heimildaleit. Fyrsta verk stjórnar verður að snúa sér til Helga Skúla Kjartanssonar sagnfræðings varðandi hluta þeirrar vinnu.

 

Fyrirhugaðri sýningu er ætlað rými á hluta af miðhæð Safnahússins þar sem Bókasafn Húsavíkur er nú staðsett. Óvíst er hvenær húsrýmið losnar enda undir ákvörðunum sveitarstjórnar Norðurþings komið hvar bókasafninu verður fundinn staður.