Sendiherra Breta í kveðjuheimsókn á Húsavík
16.05.2008
Tilkynningar
Sendiherra Bretlands, Alp Mehmet, kom til Húsavíkur í morgun ásamt eiginkonu sinni, Elaine Mehmet. Mehmet er að láta af
störfum sem sendiherra, en hann er hefur tengst Húsavík sérstökum vináttuböndum á síðustu árum, og kom því
í þeim erindagerðum að kveðja. Viðkynni og vinskapur hans hafa verið afar gefandi og ánægjuleg í gegnum tíðina.
Það lýsir sér kannski best í því að hann skuli gefa sér tíma til að heimsækja okkur og kveðja formlega. Mehmet mun
án efa verða fulltrúi okkar á erlendum vettvangi og kynna okkar ágæta samfélag. Við þökkum honum fyrir komuna og óskum honum
og eiginkonu hans alls hins besta í framtíðinni
Sendiherra Bretlands, Alp Mehmet, kom til Húsavíkur í morgun ásamt eiginkonu sinni, Elaine Mehmet. Mehmet er að láta af störfum sem sendiherra, en hann er hefur tengst Húsavík sérstökum vináttuböndum á síðustu árum, og kom því í þeim erindagerðum að kveðja. Viðkynni og vinskapur hans hafa verið afar gefandi og ánægjuleg í gegnum tíðina. Það lýsir sér kannski best í því að hann skuli gefa sér tíma til að heimsækja okkur og kveðja formlega. Mehmet mun án efa verða fulltrúi okkar á erlendum vettvangi og kynna okkar ágæta samfélag. Við þökkum honum fyrir komuna og óskum honum og eiginkonu hans alls hins besta í framtíðinni