Sendiherra Kína í heimsókn í Norðurþingi
10.07.2008
Tilkynningar
Hr. Zhang Keyuan sendiherra Kína kom í opinbera heimsókn til Norðurþings í gær, miðvikudaginn 9. júlí. Sendiherrann
fór víða um Norðurþing, á leið sinni frá Egilsstöðum, og dáðist af náttúruperlum, mannlífi og
almennri fegurð samfélagsins. Hr. Keyuan sat svo kaffisamsæti í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík seinnpart
dagsins.Tilgangur ferðar hans er að kynnast innviðum stjórnsýslunnar sem og að styrkja kynnin milli þessara tveggja þjóða.
Sendiherrann kynnti land sitt og þjóð en eftir því hefur verið tekið í Kína að mörg íslensk fyrirtæki hafa staðsett
sig þar í landi.Hr. Keyuan er mikill golfáhugamaður og ráðgerði hann að ljúka dagsverki sínu á golfvellinum á
Húsavík. Sendiherrann og föruneyti gisti á Húsavík í nótt en ferðinni er svo heitið í dag til Mývatns og
Akureyrar. Hr. Zhang Keyuan sendiherra Kína kom í opinbera heimsókn til Norðurþings í gær, miðvikudaginn 9. júlí. Sendiherrann
fór víða um Norðurþing, á leið sinni frá Egilsstöðum, og dáðist af náttúruperlum, mannlífi og
almennri fegurð samfélagsins. Hr. Keyuan sat svo kaffisamsæti í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík seinnpart
dagsins.Tilgangur ferðar hans er að kynnast innviðum stjórnsýslunnar sem og að styrkja kynnin milli þessara tveggja þjóða.
Sendiherrann kynnti land sitt og þjóð en eftir því hefur verið tekið í Kína að mörg íslensk fyrirtæki hafa staðsett
sig þar í landi.Hr. Keyuan er mikill golfáhugamaður og ráðgerði hann að ljúka dagsverki sínu á golfvellinum á
Húsavík. Sendiherrann og föruneyti gisti á Húsavík í nótt en ferðinni er svo heitið í dag til Mývatns og
Akureyrar.