Fara í efni

Sendikvinna Færeyja í heimsókn á Húsavík

Hanna í Horni, sendikvinna Færeyja á Íslandi kom í heimsókn til Húsavíkur í dag. Hún átti góðan fund með Katrínu sveitarstjóra, fræddist um sveitarfélagið og atvinnulífið, skoðaði Hvalasafnið og fór í sund í Sundlaug Húsavíkur. Hún er uppalin í Fuglafirði á Eysturey sem er einmitt vinabær Húsavíkur í Færeyjum. Meðal þess sem rætt var á fundinum var mikilvægi þess að viðhalda góðum tengslum á milli vinabæjanna tveggja.