Fara í efni

Setrið

 Setrið er í senn athvarf og iðja fyrir einstaklinga með geðraskanir og þá sem vilja starfa markvisst að geðrækt.   Setrið er til húsa við Héðinsbraut 6 á Húsavík (á planinu hjá Shell) og verður opið frá kl. 11:00-16:00 á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Hægt verður að kaupa léttan hádegisverð s.s. súpu og brauð á kostnaðarverði.
 Setrið er í senn athvarf og iðja fyrir einstaklinga með geðraskanir og þá sem vilja starfa markvisst að geðrækt.
 
Setrið er til húsa við Héðinsbraut 6 á Húsavík (á planinu hjá Shell) og verður opið frá kl. 11:00-16:00 á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.
Hægt verður að kaupa léttan hádegisverð s.s. súpu og brauð á kostnaðarverði.
 Á Setrinu er hægt að sinna ýmsu tómstundastarfi, taka þátt í skipulögðu hópastarfi með iðjuþjálfa. Einnig er boðið upp á einstaklingsviðtöl og ráðgjöf, hjá iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og öðrum ráðgjöfum eftir þörfum. Fræðsla verður mánaðarlega um málefni er varða geðheilbrigði og sjáflstyrkingu.
 
Sjálfshjálparhópar notenda funda kl. 20:30-21:30 á miðvikudagskvöldum á Setrinu.
Sjálfshjálparhópar aðstandenda funda kl. 20:30-21-30 á mánudagskvöldum á Setrinu.
Sjálfshjálparhópur starfar einnig á Raufarhöfn og fundar kl. 20:00-21:00 á þriðjudagskvöldum á Heilsugæslunni.
 
Allir sem hafa áhuga og telja sig geta nýtt sér starfsemi Setursins eru hvattir til að koma. 
Þeir sem vilja leggja verkefninu lið eru einnig eindregið hvattir til að setja sig í samband við starfsmenn Setursins
 
Markmið starfseminnar eru:
 
Þ   Að skapa batahvetjandi stuðningsúrræði fyrir fólk með geðraskanir.
Þ   Að efla sjálfstraust og ábyrgð til félagslegrar þátttöku.
Þ   Að auka færni til samskipta.
Þ   Að efla þátttöku í ýmiskonar iðju.
Þ   Að efla virkni og þátttöku í daglegu lífi.
Þ   Að efla trú eigin áhrifamátt.
Þ   Að auka samfélagslega ábyrgð og þátttöku allra í velferðarþjónustu.
Þ   Að draga úr fordómum gegn geðröskun.
Þ   Að stuðla að almennri vellíðan fólks og jöfnun tækifærum til lífsgæða.
Þ   Að draga úr neikvæðum áhrifum geðraskana á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild.
Þ   Að fækka innlögnum á geðdeildir.
Þ   Að efla geðheilbrigði.
 
Setrið
Héðinsbraut 6, 640 Húsavík
Sími: 464-1740
Forstöðumaður: Erla Alfreðsdóttir iðjuþjálfi
Starfsmaður: Þorgrímur Sigmundsson félagsliði