Sjálfvirk veðurathugunarstöð á skíðasvæði
Um þessar mundir eru skíðasvæði landsins komin á fullt og má það sama segja um svæðið uppá Reykjaheiði.
Göngubrautir eru lagðar flest alla daga og lyftan er búin að vera opin undanfarna daga.
Skíðasvæðið stendur í um 370 m. yfir sjávarmáli og því geta veðuraðstæður verið ólíkar því sem er í bænum.
Til að bæta upplýsingamiðlun og þjónustu við gesti svæðisins hefur verið sett upp sjálfvirk veðurathugunarstöð. Stöðin mælir helstu veðurupplýsingar í rauntíma og því hvetjum við alla sem ætla sér á skíði að kíkja á stöðina áður en lagt er af stað.
Upplýsingar úr veðurathugunarstöðinni sem og aðrar upplýsingar má finna á vefsvæði skíðasvæðisins hér
Reglulegar færslur um aðstæður og veður fá síðan finna á Facebook síðu Skíðasvæðisins
Að auki er hægt að fylgjast með skíðaspori í rauntíma á www.skisporet.no