Fara í efni

Skáknámskeið í Lundi

Fimmtudaginn 21. desember síðastliðin var haldið skáknámskeið fyrir grunnskólabörn í Norðurþingi. Kennari var Birkir Karl Sigurðsson sem nú er landsliðsþjálfari Ástrala í skák.

Námskeiðið var haldið að tilstilli æskulýðs- og menningarnefndar og var auglýst opið öllum grunnskólabörnum sveitarfélagsins. Farin var sú leið að sameina alla þátttakendur í Lundi og gaf það góða raun. Nemendur voru á öllum aldri og mislangt komin í skákinni.

Ákveðið var að bjóða nemendum námskeiðið að kostnaðarlausu og í heildina má segja að dagurinn hafi verið vel heppnaður og góð byrjun á jólafríinu.

Að lokum vill undirritaður benda þátttakendum námskeiðinu, sem og öðrum á að skák getur verið frábær dægradvöl og þá sérstaklega yfir hátíðirnar. Skákborð eru tiltölulega ódýr vara og til á flestum heimilum. 
Upp með skákborðin og eigum saman gæðastundir heima við um jólin !

Jólakveðja
Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings