Skemmtiferðaskip til Húsavíkur í sumar
Í sumar eru fyrirhugaðar 5 komur skemmtiferðaskipa til Húsavíkur.
8. og 18. júní kemur skipið National Geographic Endeavour sem er 89 metra langt og tekur 110 farþega. Í áhöfn eru 65 manns.
Endeavour mun dvelja stutt við og er í höfn þann 8. júní frá kl. 7:00 til 10:00 og þann 18. júní frá kl. 16:00 til 18:00
10. og 17. júní kemur skipið Adriana sem er 104 metra langt og tekur 240 farþega. Í áhöfn eru 100 manns. Áætlað er að skipið stoppi báða dagana frá kl. 7:00 til kl. 18:00
7. júlí kemur skipið Marco Polo sem er 176 metra langt og tekur 826 farþega.
Í áhöfn eru 350 manns. Áætlað er að skipið verði í höfn frá kl. 8:00 til 17:00
Miklar vonir eru bundnar við auknar skipakomur á komandi árum. Í sumar verður þekja á Bökugarði steypt og verður garðurinn þá tilbúinn til notkunar fyrir öll skip.
Húsavíkurhöfn, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Markaðsráð Þingeyinga vinna sameiginlega að því verkefni að auka skipakomur skemmtiferðaskipa til Húsavíkur.