Fara í efni

Skipulags- og matslýsing, breytingar aðalskipulags Norðurþings

Skipulagsnefnd Norðurþings samþykkti á fundi sínum 28. ágúst s.l. að auglýsa skipulags- og matslýsingu, sbr. 1. mgr. 36. gr. laga nr.  123/2010  breytingar aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna færslu háspennumannvirkja að og á iðnaðarsvæði á Bakka.

Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting felur í sér tilfærslu á spennivirki raforku innan iðnaðarsvæðis til suðurs og austurs frá því sem gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi.  Það kallar á breytta legu háspennulína að svæðinu á um 5 km kafla austur af nýrri staðsetningu spennivirkisins.  Ennfremur verður breytt lega Tjörneslínu (11 kV) í jarðstreng um veghelgunarsvæði innan iðnaðarsvæðis færð inn á aðalskipulagsuppdrátt.

 

Skipulags- og matslýsingin er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www. nordurthing.is). Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 4. október 2013.  Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).

 

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi