Skipulags- og matslýsing vegna urðunarsvæðis fyrir sorps í Laugardal við Húsavík
02.04.2013
Tilkynningar
Bæjarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 26. mars s.l. að auglýsa skipulagslýsingu, sbr. 40. gr. laga nr. 123/2010, vegna deiliskipulagsvinnu sem er að hefjast fyrir urðunarsvæði
fyrir sorp í Laugardal við Húsavík.
Deiliskipulagssvæðið er um 6,7 ha land í Laugardal norðan Húsavíkur sem afmarkað er nánar í Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Svæðið er í landi Húsavíkur og er allt í eigu Norðurþings. Deiliskipulagið verður unnið með það að meginmarkmiði að endurnýja starfsleyfi sorpurðunarstaðar sem þar hefur verið um árabil.
Skipulagslýsingin er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www. nordurthing.is). Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 1. maí 2013. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi