Skipulags- og matslýsing vegna urðunarsvæðis fyrir sorps við Kópasker
Deiliskipulagssvæðið er um 28 ha land sem afmarkast af girðingu umhverfis fyrrum flugvallarsvæði. Svæðið er útskipt úr landi Snartarstaða um 1,5 km norðan við Kópasker og austan þjóðvegar nr. 870. Deiliskipulagið verður unnið með það að meginmarkmiði að endurnýja starfsleyfi sorpurðunarstaðar sem þar hefur verið um árabil.
Skipulagslýsingin er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþing undir Þjónusta -> Skipulagsmál. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 11. febrúar 2013. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur[hjá]nordurthing.is).
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi