Fara í efni

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags hótelreits

Bæjarráð Norðurþings, í umboði bæjarstjórnar, samþykkti á fundi sínum 19. júlí s.l. að auglýsa til almennrar kynningar skipulagslýsingu, sbr. 40. gr. laga nr.  123/2010 vegna deiliskipulagsvinnu sem er að hefjast fyrir lóðina að Ketilsbraut 22 á Húsavík. 

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af götunum Miðgarði, Stóragarði og Ketilsbraut umhverfis lóðina.  Deiliskipulagið kemur til með að skilgreina byggingarrétt innan lóðarinnar, aðkomu að henni frá gatnakerfi og staðsetningu bílastæða innan lóðarinnar.  Þegar er fyrir á lóðinni hótelbygging, en fyrirhugað er að byggja við hana á næstu missirum.

Skipulagslýsingin er nú til kynningar hér á vef Norðurþings. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 9. september 2013.  Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).

Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi