Fara í efni

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags kvíaeldisstöðvar Rifóss að Lóni í Kelduhverfi

Bæjarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 20. nóvember s.l. að auglýsa skipulagslýsingu, sbr. 40. gr. laga nr.  123/2010 vegna deiliskipulagsvinnu sem er að hefjast fyrir kvíaeldisstöð Rifóss í Kelduhverfi.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast í norðri og austri af þjóðvegi nr. 85 og jarðarmörkum Lóns.  Í suðri liggja mörkin um þjóðveg nr. 8877 sunnan lónanna.  Í vestri liggja skipulagsmörkin 50-150 m frá strandlínu lónanna.  Deiliskipulagið kemur til með að skilgreina núverandi mannvirki fiskeldisins auk fyrirhugaðrar aukningar.

Skipulagslýsingin er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþing á http://www.nordurthing.is/is/thjonusta/skipulags-og-byggingarmal/skipulagsmal. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 28. desember 2012.  Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).

Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi