Fara í efni

Skólaliðar útskrifast

Í vetur hafa flestir skólaliðarnir sem starfa í Borgarhólsskóla setið á skólabekk. Hluti þeirra hefur stundað skólaliðanám við Framhaldsskólann á Húsavík og hluti hefur stundað sitt nám, Grunnnám fyrir skólaliða, hjá Þekkingarsetri Þingeyinga. Alls voru 17 skólaliðar sem tóku þátt í náminu á Þekkingarsetrinu þar af voru 7 frá Borgarhólsskóla. Hópnum var kennt á þremur stöðum í einu, á Húsavík, á Laugum og í Mývatnssveit og var notast við fjarfundabúnað til að koma fróðleiknum til skila á alla staði.
Í vetur hafa flestir skólaliðarnir sem starfa í Borgarhólsskóla setið á skólabekk. Hluti þeirra hefur stundað skólaliðanám við Framhaldsskólann á Húsavík og hluti hefur stundað sitt nám, Grunnnám fyrir skólaliða, hjá Þekkingarsetri Þingeyinga. Alls voru 17 skólaliðar sem tóku þátt í náminu á Þekkingarsetrinu þar af voru 7 frá Borgarhólsskóla. Hópnum var kennt á þremur stöðum í einu, á Húsavík, á Laugum og í Mývatnssveit og var notast við fjarfundabúnað til að koma fróðleiknum til skila á alla staði.
Námskráin sem kennt er eftir í Grunnnámi skólaliða er gefin út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins með það að markmiði að auka skilvirkni og gæði náms, gera nám gagnsærra og auðvelda styttingu á framhaldsskólanámi en hægt er að meta námsleiðina sem er 70 kest. til styttingar náms á framhaldsskólastigi um 6 einingar.
Á mánudaginn sl. lauk námsleiðinni og var útskriftinni fagnað með mikilli og skemmtilegri samkomu á Narfastöðum í Reykjadal en þá hittist einmitt allur hópurinn í fyrsta skipti.
Helena