Fara í efni

Skólaritari óskast til starfa í Borgarhólsskóla á Húsvík

Borgarhólsskóli er tæplega 300 barna skóli á Húsavík. Þar fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Skólinn nýtir uppeldisstefnuna Jákvæður agi og teymiskennslu.
 
80% starfshlutfall
Frá 1. ágúst 2021
 

Hæfniskröfur

  • Nám og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Góð tölvukunnátta, s.s. ritvinnsla og töflureiknir.
  • Sjálfstæð vinnubrögð.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Jákvæðni og frumkvæði.
  • Gott vald á íslensku og ensku.

Helstu verkefni:

  • Almenn skrifstofustörf
  • Skjalavarsla og tölvuvinnsla.
  • Símsvörun og skráningar.
  • Bókhald og innkaup.
  • Vinna önnur störf sem honum eru falin og samrýmast gildandi kjarasamningum.
  • Föst viðvera alla virka daga.
Ferilskrá skal fylgja umsókn sem og afrit af prófskírteinum.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi.
Umsóknarfrestur er til 12. mars 2020. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri.
Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið threyk@borgarholsskoli.is