Fara í efni

Skólastarf að hefjast

Skólastarf grunnskóla sveitarfélagsins er að hefjast þessa dagana. Borgarhólsskóli var settur miðvikudaginn 23. ágúst í sal skólans í fernu lagi, fyrst mættu unglingarnir og að síðustu 1. bekkur og foreldrar. Skólstjóri ávarpaði viðstadda og ræddi komandi skólaár. Að athöfn lokinn hittu nemendur umsjónarkennara sinn og fengu stundaskrár og hagnýtar upplýsingar.Frá skólasetningu í 1. bekk í BorgarhólsskólaSkólastarf grunnskóla sveitarfélagsins er að hefjast þessa dagana. Borgarhólsskóli var settur miðvikudaginn 23. ágúst í sal skólans í fernu lagi, fyrst mættu unglingarnir og að síðustu 1. bekkur og foreldrar. Skólstjóri ávarpaði viðstadda og ræddi komandi skólaár. Að athöfn lokinn hittu nemendur umsjónarkennara sinn og fengu stundaskrár og hagnýtar upplýsingar.
 Nemendur skólans eru 356 og þar af eru 34 nemendur að hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk. Kennarar við skólann eru 44 og aðrir starfsmenn eru 25.  Nánari upplýsingar um skólann er hægt að fá á nýrri heimasíðu skólans á vefslóðinni: www.borgarholsskoli.is. Þetta er önnur vefsíðan sem er opnuð í þessu vefkerfi. En sú fyrsta var vefsíða Norðurþings.  Fleiri vefsíður eru í vinnslu og munu byrtast í vetur.
Öxafjarðarskóli verður settur fimmtudaginn 24 í skólahúsinu á Kópaskeri kl. 17:30 en kennsla hefst mánudaginn 28. ágúst.   Grunnskóli Raufarhafnar verður settur mánudaginn 28. ágúst.