Fara í efni

Skólastjóra- og kennarstöður í Norðurþingi

Laus er staða skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar. Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum eingstaklingi sem er tilbúinn að leiða og þróa kraftmikið skólastarf. Einnig eru lausar stöður leikskóla- og grunnskólakennara á Raufarhöfn.

Laus er staða skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar. Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum eingstaklingi sem er tilbúinn að leiða og þróa kraftmikið skólastarf.

Einnig eru lausar stöður leikskóla- og grunnskólakennara á Raufarhöfn.

Starfssvið skólastjóra:

Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans

Fagleg forysta skólans og stuðla að framþróun í skólastarfi

Leiða samstarf starfsmanna, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild

Menntunar- og hæfniskröfur vegna stöðu skólastjóra:

Kennaramenntun

Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar æskileg

Reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum

Stjórnunarhæfileikar, samskiptahæfni og metnaður til að ná árangri í starfi

Upplýsingar um starfið veitir Huld Aðalbjarnardóttir menningar- og fræðslufulltrúi Norðurþings í  sími: 464-6123 eða á netfanginu huld@nordurthing.is

Við leitum einnig eftir vel menntuðum og metnaðarfullum kennurum sem vilja taka þátt í þróun skólastarf með öðrum starfsmönnum skólanna. Við leggjum áherslu á sveigjanlega kennsluhætti, samvinnu og vellíðan starfsfólks og nemenda.

Grunnskólinn á Raufarhöfn er heildstæður samrekinn leik- og grunnskóli með um 40 nemendur. Við erum að fara að flagga Grænfánanum og erum í innleiðingarferli Uppbyggingarstefnunnar (uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga).    http://grunnskoli.raufarhofn.is/

Laus er staða leikskólakennara sem getur hafið starf fljótlega við leikskóladeildina. Einnig eru lausar stöður grunnskólakennara. Meðal kennslugreina eru; almenn bekkjarkennsla, stærðfræði, náttúrufræði og tungumál á unglingastigi, íþróttakennsla, kennsla í tónmennt og listgreinum.

Áhugasamir kennarar hafi samband við Jóhönnu Dögg Stefánsdóttur skólastjóra í síma 695-7117 eða á netfangið johanna@raufarhofn.is